Eldsvoði í Vogum
Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Vogum nú á ellefta tímanum og var slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kallað út. Eldur hafði kviknað milli þilja á gafli hússins og komist í þakið. Unnið var við rafsuðu á hurð gaflsins og hefur neisti komist í einangrun með fyrrgreindum afleiðingum. Talsverður eldur hlaust af og þurftu slökkviliðsmenn að rífa klæðingu af veggnum og rjúfa þakið til að komast að honum. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins.
VFmyndir/elg.