Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsvoði í Reykjanesbæ
Sunnudagur 14. maí 2006 kl. 18:39

Eldsvoði í Reykjanesbæ

Í morgun kviknaði í pappakössum utan af flatbökum ofan á eldavél í eldhúsi á fyrstu hæð í þriggja hæða húsi við Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík. Brunavarnir Suðurnesja slökktu eldinn á skömmum tíma. Einn maður og tvö börn voru í íbúðinni en komust þau út af sjálfsdáðum.

Miklar skemmdir og eignatjón varð af völdum elds og reyks. Engan sakaði og ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús.

Morgunblaðið á Netinu greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024