Eldsvoði í Keflavík
				
				Eldur kom upp í íbúð á 3. hæð í fjölbýlishúsi í Heiðarholti á aðfaranótt laugardags. Húsráðandi var ekki í íbúðinni þegar lögregla og slökkvilið komu á staðinn. Vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Miklar skemmdir urðu á íbúðinni af völdum bruna, sóts og reyks og íbúðir á 2. hæð urðu fyrir töluverðum vatnsskemmdum. Talið er að kviknað hafi í út frá ruslafötu í eldhúsi.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				