Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsvoði í íbúðahverfi
Mánudagur 23. júlí 2007 kl. 16:15

Eldsvoði í íbúðahverfi

Eldsvoði kom upp í bílskúr við Sóltún í Reykjanesbæ fyrr í dag. Þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom á staðinn var kominn talsverður eldur í skúrinn og lagi mikinn reyk frá honum. Mátti litlu muna að illa færi en slökkviliði tókst að ráða niðurlögum eldsins á skömmum tíma þannig að nærliggjandi íbúðarhús var ekki í hættu.

Grunur leikur á að eldurinn hafi kviknað út frá hleðslutæki. Talsvert tjón varð á bílskúrnum.

 

Myndir:  Frá vettvangi brunans fyrr í dag. VF-myndir: elg.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024