Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldsvoði í Grófinni í morgun
Þriðjudagur 7. nóvember 2006 kl. 12:22

Eldsvoði í Grófinni í morgun

Eldur kom í húsnæði Bílasprautunar BG í Grófinni á ellefta tímanum í morgun. Lagði talsverðan reyk frá húsnæðinu þegar slökkvilið Brunavarna Suðurnesja kom þar að. Slökkvistarf gekk greiðlega. Eldurinn virtist að mestu hafa hreiðrað um sig í loftræstikerfi hússins og klefa sem tilheyrir því  en ekki náð að breiðast út í innviði þess nema að litlu leyti. Varð tjón aðallega að að völdum sóts og reyks.
Mikið annrríki hefur verið hjá Brunavörnum Suðurnesja en sem kunnugt er varð eldsvoði í fjölbýlishúsi við Hringbraut. Í gærkvöldi. Þá hafa 20 önnur útköll, aðallega sjúkraflutningar, borist til BS á síðastliðnum sólarhring.

 

VF-myndir: Ellert Grétarsson.

 

Mynd til hliðar: Slökkviliðsmen ráðast til inngöngu. Eld lagði út um loftræstistokkinn eins og sjá má.
Neðri mynd: Slökkviliðsmenn dæla froðu inn í loftræstikerfið til að slökkva eldinn sem þar logaði glatt um tíma. Reykinn leggur upp úr kerfinu eins og sjá má.
Neðsta mynd: Bílum ýtt úr úr brennandi húsinu.


 




 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024