Eldsupptök enn óljós
Slökkvistarfi við eldsvoðann í Vali GK sem brann við Sandgerðishöfn í gær lauk um kl. 4 í nótt og hefur lögregla staðið vakt við bátinn síðan. Eldsupptök eru enn óljós, en rannsókn stendur yfir.
Miklar skemmdir eru á bátnum en eldurinn náði ekki niður í vélarrúm að sögn Reynis Sveinssonar, slökkviliðsstjóra í Sandgerði. Hins vegar er allt ónýtt á millidekki og í brúnni.
VF-myndir/Hilmar Bragi