Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 24. apríl 2002 kl. 17:35

Eldsupptök enn óljós

Eldsupptök í bílskúr í Vogum síðdegis eru ennþá óljós. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar slökkviliðsstjóra Brunavarna Suðurnesja var mikill hiti í bílskúrnum þegar að var komið en eldurinn var nær dauður af súrefnisskorti.Slökkvistarf gekk vel að sögn Sigmundar en það tók slökkvilið 10 mínútur að komast á brunastað frá því útkall barst frá Neyðarlínunni. Það er um 25-35% styttri tími en útkallstími en þegar eldri slökkvibílar B.S. voru í notkun.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024