Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Þriðjudagur 26. febrúar 2002 kl. 17:21

Eldspýtur fundust á brunavettvangi

Lögreglan fann eldspýtur á brunavettvangi við íþróttavallarhúsið við Hringbraut í dag. Jafnframt sáu vegfarendur til ungra drengja á staðnum skömmu áður en eldurinn kom upp. Þá var búið að brjóta rúðu í húsinu þegar lögregla kom að vettvangi.Engin starfsemi var í húsinu en um 1000 gamlar myndbandsspólur voru á þeim stað sem eldurinn var mestur. Tjón hefur ekki verið metið en reykur fór um allt húsið.
Framtíð hússins hefur verið talsvert rædd að undanförnu en eigandi hússins, Keflavík - íþrótta- og ungmennafélag, hefur verið að skoða framtíðarnotkun hússins fyrir félagsstarfið.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024