Eldsneyti verði flutt sjóleiðina til Suðurnesja
				
				Þingsályktunartillaga Hjálmars Árnasonar og Sigríðar Jóhannesdóttur um bann við flutningi jarðefnaeldsneytis eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi var lögð fyrir Heilbrigðisnefnd Suðurnesja á síðasta fundi nefndarinnar.Heilbrigðisnefnd styður markmið beggja þingsályktunartillagnanna um verndun grunnvatns á Reykjanesi.  Einnig tekur nefndin undir það sjónarmið að skynsamlegt sé að beina eldsneytisflutningum sjóleiðina til Helguvíkur og Grindavíkur.
Þá vill nefndin benda á að vatnsbólum að Lágum stafar einnig hætta af umferð stórra flutningabíla þar sem eldsneytisgeymar þeirra rúma mikið magn eldsneytis.
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			Þá vill nefndin benda á að vatnsbólum að Lágum stafar einnig hætta af umferð stórra flutningabíla þar sem eldsneytisgeymar þeirra rúma mikið magn eldsneytis.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				