Eldskúlptúrar brunnu á Bótinni
Eldskúlptúrar brunnu á Bótinni við Grindavík síðdegis í gær. Kúlptúrarnir voru verkefni sem nemendur í Grunnskóla Grindavíkur hafa unnið að alla vikuna.
Í vinabæ Grindavíkur, Rovaniemi í Finnlandi, var haldin Riverlights hátíð á nánast sama tíma en hugmyndin að eldskúlptúrahátíðinni kom einmitt frá Finnlandi til Grindavíkur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær þegar kveikt var í skúlptúrunum.
VF-myndir: Hilmar Bragi