Eldri maður í lífshættu eftir vinnuslys á Vatnsleysuströnd
Eldri maður slasaðist lífshættulega þegar um 200 kílóa þungur heybaggi féll á hann. Verið var að afferma heybagga af vörubifreið við Nesbú á Vatnsleysuströnd þegar bagginn féll á manninn, sem stóð við bifreiðina, um kl. hálf tvö í dag. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus með sjúkrabíl á Landspítala - háskólasjúkrahús. Maðurinn slasaðist alvarlega.Hann hefur farið í eina aðgerð og er í annarri núna. Hann er í öndunarvél og hefur ekki komist til meðvitundar, segir á vef Morgunblaðsins.