Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldri borgarar í Garði efla eigið hreysti
Þetta eru engir eldri borgarar en þó fólk að efla eigið hreysti.
Föstudagur 22. ágúst 2014 kl. 10:01

Eldri borgarar í Garði efla eigið hreysti

– kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar

Hópur eldri borgara í Garði hefur stofnað Hreystihóp með það að markmiði að auka lýðheilsu eldra fólks og lífgæði. Hópurinn hóf starfsemi sína í sumar með reglubundnum gönguferðum en í byrjun september mun skiplagið verða fjölbreyttara.

Ætlunin er að vera í góðu samstarfi við Auðarstofu og sækja þangað hér eftir sem hingað til þá þjónustu sem hentar hverjum og einum. Kyrrseta getur haft slæmar afleiðingar fyrir heilsu og fjárhag fólks og það er ekki síður mikið í húfi fyrir samfélagið í heild.

Það er því augljós fjárhagslegur ávinningur af því að styðja vel við frumkvæði einstaklinga af þessu tagi, segir í erindi sem tekið var fyrir í bæjarráði Garðs á dögunum. Þar fagnaði bæjarráð framtakinu, að stofnað hefði verið til Hreystihópsins. Jafnframt var samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að eiga viðræður við fulltrúa Hreystihópsins um stuðning við starfið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024