Eldri borgarar hafa áhyggjur af hærri fasteignagjöldum
Fyrir liggur að fasteignamat húsnæðis á Suðurnesjum hækkar verulega. Að óbreyttri álagningaprósentu sveitarfélaganna koma því fasteignagjöld íbúðarhúsnæðis til með að hækka verulega. Stjórn Félags eldri borgara á Suðurnesjum skorar á bæjarstjórnir sveitarfélaganna á Suðurnesjum að lækka álagningaprósentu á fasteignagjöldum hjá eldri borgurum svo ekki komi til óeðlilegrar hækkunar á íbúðahúsnæði eldri borgara,
segir í tillögu sem var samþykkt á fundi stjórnar Félags eldri borgara á Suðurnesjum 23. ágúst 2017.