Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldri borgarar gáfu tvær milljónir í velferðarsjóð
Sunnudagur 17. mars 2019 kl. 09:58

Eldri borgarar gáfu tvær milljónir í velferðarsjóð

Félag eldri borgara á Suðurnesjum er rekið með það góðum hagnaði og því var ákveðið að gefa af sjóðum félagsins til Velferðarsjóðs Suðurnesja. 
 
Á aðalfundi félagsins í síðustu viku  Velferðarsjóði Suðurnesja afhent peningagjöf upp á tvær milljónir króna. 
 
Það var Þórunn Þórisdóttir, framkvæmdastjóri sjóðsins, sem tók við gjöfinni sem Sigurður Jónsson fyrrverandi formaður og Guðrún Eyjólfsdóttir núverandi formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum afhentu.
 
VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson

 
 
Guðrún Eyjólfsdóttir nýr formaður Félags eldri borgara á Suðurnesjum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024