Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Fimmtudagur 15. júlí 1999 kl. 22:52

ELDISLÚÐURNAR ENDUÐU Í RUSLATUNNU

VF birti 3. júní sl. frétt af 6 ungum Grindvíkingum sem lögreglumenn í Grindavík höfðu hirt við innbrot í Fiskeldisstöð Eyjafjarðar. Þar höfðu þeir drepið lúður, sært aðrar auk þess sem einhverjar lúður hreinlega vantaði við talningu og getgátur voru uppi um að þær hefðu ratað á borð á ákveðnum veitingastað í Hafnarfirði. Síðastliðinn laugardag fundust loks þessar töpuðu vinkonur piltanna, fjórar talsins, í ruslatunnu við Kirkjustíg í Grindavík. Að sögn lögreglunnar í Grindavík voru þær úldnar og illa lyktandi, þessar 25-30 kílógramma fiskeldislúður sem svo heilluðu piltana fyrir rúmlega mánuði síðan.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024