Eldingu sló niður í símsstöðina í Vogum: 128 númer úti
Í morgun sló niður eldingu í símsstöðina í Vogum á Vatnsleysuströnd og samkvæmt upplýsingum frá Landssímanum í Keflavík virðist sem um 25% stöðvarinnar sé ónýt. 128 símanúmer eru úti og er allt ADSL kerfi í Vogum ónýtt. Einnig hafa fengist upplýsingar um að víða hafi internettengibúnaður á heimilum eyðilagst þegar eldingunni laust niður. Sérfræðingar úr Reykjavík vinna að viðgerð en ekki er ljóst hvað sú vinna tekur langan tíma.
Víkurfréttir hafa vitneskju um að eldingu hafi slegið niður í iðnaðarhúsnæði í Vogum og gat hafi komið á þakið.
Víkurfréttir hafa vitneskju um að eldingu hafi slegið niður í iðnaðarhúsnæði í Vogum og gat hafi komið á þakið.