Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldingu laust niður í Grindavík
Miðvikudagur 8. desember 2004 kl. 10:08

Eldingu laust niður í Grindavík

Rafmagnslaust varð í Grindavík fyrir nokkrum mínútum og er talið að eldingu hafi lostið niður í tengivirki Hitaveitu Suðurnesja í nágrenni Grindavíkur.
Að sögn Trausta Ólafssonar starfsmanns Hitaveitu Suðurnesja  sem er á leiðinni til Grindavíkur að kanna skemmdir er vont veður á svæðinu.
„Við þorum ekki að hleypa á rafmagni fyrr en búið er að kanna skemmdir. Við erum á leiðinni og þetta ætti að skýrast fljótlega,“ sagði Trausti í samtali við Víkurfréttir.

Loftmynd/Mats Wibe Lund.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024