Eldingaveður á Suðurnesjum (myndir)
Þó nokkrar eldingar hafa lýst upp himininn á Suðurnesjum síðustu klukkustundina. Hraustlegar þrumur hafa fylgt í kjölfarið og a.m.k. ein svo öflug að byggingar hreinlega nötruðu.
Ljósmyndari Víkurfrétta fangaði einn blossa á mynd nú fyrir fáeinum mínútum og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd sem er samsett og sýnir sama sjónarhornið með fáeinum sekúndubrotum á milli, þá lýsir eldingin upp stórt svæði.
Hér er einnig video í WMV-formi sem sýnir eldingu og hvaða áhrif hún virðist hafa á ljós í umhverfinu. Smellið hér til að skoða video.
Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson