Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 1. október 2001 kl. 08:54

Eldingartjón í kirkjuturni skoðað

Iðnaðarmenn skoðuðu fyrir helgi tjón sem varð í kirkjuturni Ytri Njarðvíkurkirkju í vetur þegar eldingu laust í turninn.Milljóna kr. tjón varð í Reykjanesbæ í eldingunum. Símasamband féll niður á stóru svæði í langan tíma og t.a.m. hvarf símastrengur í götunni framan við kirkjuna á stóru svæði. Steinsteypa brotnaði úr turninum og rafmagnstafla í kjallara kirkjunnar sprakk og hafnaði úti á gólfi.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024