Elding veldur vandræðum á vf.is
Elding eyðilagði tengingu Víkurfrétta við Internetið fyrir helgi og hefur það valdið okkur vandræðum með að koma efni inn á fréttasíðuna okkar, www.vf.is.Von er á viðgerðarmönnum á morgun en strarfsmenn Landssímans hafa átt mjög annríkt síðan elding olli usla víða í Njarðvík og Keflavík fyrir helgi. Þangað til verða fréttir á www.vf.is ekki eins tíðar og lesendur síðunnar eiga að venjast. Beðist er velvirðingar á þessu.