Elding olli rafmagnsleysinu
Rafmagnslaust varð í öllum byggðarlögum á Suðurnesjum um klukkan þrjú á aðfaranótt mánudags. Rafmagnið komst á síðar um nóttina en ekki fyrr en um sex leytið í Sandgerði og í Garði. Lögreglu- og slökkviliðsstöðin í Keflavík notuðust við ljósavél og fengu þannig nægilegt rafmagn til að halda uppi starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá rafmagnsdeild Hitaveitu Suðurnesja var það elding sem laust raflínurnar og olli rafmagnsleysinu.