Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. febrúar 2000 kl. 16:16

Elding olli rafmagnsleysinu

Rafmagnslaust varð í öllum byggðarlögum á Suðurnesjum um klukkan þrjú á aðfaranótt mánudags. Rafmagnið komst á síðar um nóttina en ekki fyrr en um sex leytið í Sandgerði og í Garði. Lögreglu- og slökkviliðsstöðin í Keflavík notuðust við ljósavél og fengu þannig nægilegt rafmagn til að halda uppi starfsemi. Samkvæmt upplýsingum frá rafmagnsdeild Hitaveitu Suðurnesja var það elding sem laust raflínurnar og olli rafmagnsleysinu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024