Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldhátíð fyrirhuguð í Grindavík
Fimmtudagur 15. ágúst 2013 kl. 09:58

Eldhátíð fyrirhuguð í Grindavík

Á síðasta bæjarstjórnarfundi Grindavíkur óskuðu sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur eftir fjárveitingu að fjárhæð kr. 500.000. fyrir Eldhátíð í Grindavík.

Um er að ræða samstarf Grunnskóla Grindavíkur, frístunda- og menningarsviðs Grindavíkur og tveggja leiðbeinenda frá Listaháskóla Íslands sem stýra munu verkefninu. Verkefnið gengur út á það að skapa viðburð í Grindavík sem myndi endurspegla Riverlights hátíð í Rovaniemi, vinabæ Grindavíkur í Finnlandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Bæjarráð samþykkir að veita 500.000 kr. til verkefnsins af styrkjalið bæjarráðs.

Hér að neðan má sjá myndband frá hátíðinni í Rovaniemi í Finnlandi.