Eldgosinu við Stóra-Skógfell lokið
Eldgosinu við Stóra-Skógfell sem hófst 22. janúar, er lokið og lauk því seinni partinn í gær. Eldgosið stóð yfir í um fjórtán daga og er talið að þetta sé það stærsta af þeim sex sem hafa verið á Sunhnjúkagígaröðinni síðan 18. desember í fyrra.
Þetta var þriðja lengsta eldgosið, það sem hófst um miðjan mars stóð í 54 daga og eldgosið sem hófst í lok maí stóð yfir í um 24 daga.
Merki er um að landris sé hafið á ný í Svartsengi og mun hættumat verða uppfært síðar í dag.