Eldgos í beinni
Fjarskiptafyrirtækið Míla hefur auga á eldgosinu í Eyjafjallajökli, ef svo má að orði komast. Myndavélar hafa verið settar upp við Hvolsvöll og á Þórólfsfelli sem hafa vakandi auga með gosinu. Nú er útsýni til gosstöðvarinnar með besta móti. Á meðfylgjandi slóðum má komast í beint samband við myndavélar Mílu og skoða gosið og öskustrókinn.