Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldgos hafið á Reykjanesskaga
Svona blasir eldgosið við ljósmyndara Víkurfrétta frá Krossmóa í Reykjanesbæ. VF/Hilmar Bragi
Fimmtudagur 8. febrúar 2024 kl. 06:36

Eldgos hafið á Reykjanesskaga

Klukkan 5:30 í morgun hófst áköf smáskjálftavirkni norðaustan við Sýlingarfell. Um 30 mínútum síðar hófst eldgos á sömu slóðum. Fyrstu mínúturnar lengdist sprungan bæði til norðurs og suðurs.

Út frá fyrstu fréttum úr eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar er gosið á sömu slóðum og gaus 18. desember. Sprungan er um 3 km löng, liggur frá Sundhnúk í suðri til austurenda Stóra-Skógfells. Hraun rennur  mestmegnis til vesturs á þessu stigi. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eldgosið sést vel úr beinu streymi Víkurfrétta.