Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldgos hafið á ný
Skjáskot af vefmyndavél mbl.is | Í spilaranum neðst í fréttinni er tengill á vefmyndavél mbl.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 3. ágúst 2022 kl. 13:40

Eldgos hafið á ný

Kvika hef­ur náð upp á yf­ir­borð jarðar á Reykja­nesskaga og er því eldgos hafið að nýju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þetta kemur fram á vef mbl.is þar sem segir að nú loggi jarðeld­ar að nýju, í fyrsta sinn frá því í sept­em­ber á síðasta ári, þegar hraun hætti að flæða við Fagra­dals­fjall.

„Gosið hófst þar sem áður hafði reyk­ur stigið upp frá jörðu, eins og mbl.is greindi frá í gær.

Ein­ar Hjör­leifs­son, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur Veður­stofu Íslands, staðfesti það í sam­tali við mbl.is að eld­gos væri hafið úr 100 metra sprungu niður í Mer­ar­döl­um við Fagra­dals­fjall.

Veður­stofa Íslands kann­ar nú málið og fylg­ir sinni viðbragðsáætl­un.

Gosið sést mjög greini­lega úr vef­mynda­vél mbl.is.“

Víkurfréttir munu flytja ítarlegri fréttir af gosinu um leið og tíðindi berast.


Almannavarnir hafa sent frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Gos er hafið á Reykjanesi. Staðsetning gossins er innan hraunsins sem rann í síðasta gosi. Vísindafólk er á leiðinni á staðinn með þyrlu landhelgisgæslunnar til að leggja mat á stöðuna.

Fólk er beðið um að fara með gát og forðast að vera á þessu svæði.