Eldgos er hafið
Eldgos er hafið við Grindavík. Þetta er sjötta gosið á Sundhjúksgígaröðinni. Upphaf þess svipað til síðustu gosa.
Verið er að rýma vinnusvæði að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur, samskiptastjóra almannavarna.
Eldgosið sést vel frá Reykjanesbæ þar sem þessi fyrsta mynd af þessu gosi var tekin frá bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur kl. 21.28. í kvöld.
Í frétt frá HS Veitum kemur fram að neyðarstjórn HS Veitna sé að störfum við að meta stöðuna og muni upplýsa þegar liggur fyrir hvort og hvaða mögulegu áhrif hraunflæði gæti haft á innviði í nálægð við eldgosið