Eldfjallagas gæti náð til Voga og Reykjanesbæjar í dag
Spá um gasdreifingu frá eldgosinu í Meradölum er birt á vef Veðurstofu Íslands.
Í dag verður suðaustan 3-8 og þykknar upp með smá vætu fyrripartinn í dag, en 8-13 m/s og rigning eða súld undir kvöld. Gas mengunin mun fara til norðvesturs og gæti náð til Vatnsleysustrandar (Voga) og Reykjanesbæjar, segir í spá Veðurstofu Íslands.