Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Eldfjalladagur jarðvanga í Evrópu – Fræðslufundur í Duus safnahúsi
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
föstudaginn 31. maí 2019 kl. 13:58

Eldfjalladagur jarðvanga í Evrópu – Fræðslufundur í Duus safnahúsi

Í tilefni af eldfjalladegi jarðvanganna í Evrópu býður Reykjanes jarðvangur upp á fræðsluerindi og umræður fyrir íbúa og aðra gesti í bíósalnum í Duus safnahúsi kl. 10:30-12:00. Boðið verður upp á kaffi og kaffiveitingar.

Daníel Þórhallsson meistaranemi í jarðfræði við Háskóla Íslands kynnir meistaraverkefnið sitt ,,Jarðfræði fyrirbrigði og breytingar á Reykjaneshrygg‘‘.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elísabet Pálmarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands flytur erindið ,,Náttúruvávöktun á Reykjanesi – vöktun og virkni síðustu ár‘‘

Þóra Björg Andrésdóttir, jarðfræðingur og safnkennari hjá Náttúruminjasafni Íslandi flytur erindið ,,Eldvirkni og eldgosavá á Reykjanesskaga‘‘