Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldey í beinni
Miðvikudagur 24. desember 2008 kl. 15:47

Eldey í beinni



Nú í desember tókst loks að koma á beinni útsendingu frá Eldey við Reykjanes. Sólarorka veitir myndavél og sjónvarpssendi straum og flytur lifandi myndir frá eyjunni og yfir í Reykjanesvita. Þaðan verður myndum komið áfram í Reykjanesvirkjun þar sem súlubyggðin verður í beinni útsendingu á sjónvarpsskjám. Þá verður súlubyggðin einnig gerð aðgengileg á veraldarvefnum.

Í vefsjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is er að finna ferðasögu frá Eldey sem Hilmar Bragi Bárðarson tók saman í máli og myndum.

Efnið er hluti af jóladagskrá Sjónvarps Víkurfrétta sem er aðgengilegt á kapalkerfinu í Reykjanesbæ.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024