Eldborgin sést frá Reykjanesbæ
Myndarleg eldborg hefur hlaðist upp í sjötta eldgosinu á Sundhnúkagígaröðinni og því níunda á Reykjanesskaganum frá árinu 2021. Eldgosið hófst þann 22. ágúst sl. og gýs úr tveimur gígum. Gígarnir eru þeir nyrstu sem hafa myndast í þessari röð eldgosaröð.
Mikil virkni hefur verið í eldgosinu á þessum slóðum og hraunrennslið er í átt að Reykjanesbraut og Snorrastaðatjörnum.
Gro Birkefeldt Pedersen, sérfræðingur í eldfjallafræðum hjá Veðurstofu Íslands, hefur verið að fylgjast með hraunrennsli frá eldstöðinni. Hún sagði í samtali við Víkurfréttir á föstudag að hrauntunga var þá í um tveggja kílómetra fjarlægð frá Snorrastaðatjörnum. Þær eru á útivistarsvæði nærri Háabjalla í Sveitarfélaginu Vogum. Samkvæmt mælingum frá því á föstudagsmorgun var hraunið 3,6 kílómetra frá Reykjanesbraut og 3,2 kílómetra frá Suðurnesjalínu. Á fimmtudag í síðustu viku færðist hraunjaðarinn 170 metra á sólarhring og hafði hægt á rennslinu sem var dagana á undan 250-280 metrar á sólarhring. Það mun því taka einhverja sólarhringa að ná til Snorrastaðatjarna. Á leiðinni eru torfærur eins og gjár og sigdalur sem hraunið þarf að fylla á leið sinni að náttúruperlunni.
Fylgst er með eldgosinu hér á vf.is og streymt beint því.