Eldavélin stóð undir nafni!
Eldavél í heimahúsi í Keflavík stóð undir nafni og varð eldi að bráð síðdegis á föstudag. Tilkynning barst um lausan eld í eldhúsi kl. 16:15. húsráðandi hafði gleymt eldavélinni í gangi og lagt lok af plastíláti á heita eldavélina.Við það kom upp eldur og uðru skemmdir á eldavélinni, innréttingu og gufugleypi. Húsráðandi slökkti sjálfur eldinn en slökkvilið Brunavarna Suðurnesja var fengið til að reykræsta íbúðina.