Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Eldavél orsök brunans
Þriðjudagur 24. júlí 2007 kl. 09:00

Eldavél orsök brunans

Orsök brunans er varð í bílskúr við Sóltún í gærdag hefur verið rakin til eldavélar, samkvæmt upplýsingum frá BS. Á eldavélinni stóð hleðslutæki fyrir rafgeyma sem svo kviknaði í út frá eldavélinni en í fyrstu var talið að hleðslutækið hefði orsakað eldinn.
Talsverður eldur var í bílskúrnum þegar slökkvilið bar að og lagði mikinn reyk frá honum. Greiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins en töluverðar skemmdir urðu á bílskúrnum.

Mynd: Slökkviliðsmenn á vettvangi. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024