Eldamennskan mistókst
Ölvaður karlmaður sofnaði út frá eldamennskunni á laugardaginn með þeim afleiðingum að maturinn í pottinum stóð í ljósum logum. Árvakull vegfarandi hljóp inn í húsið með slökkvitæki undir hendinni og réði niðurlögum eldsins. Húsráðandi var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar en nokkrar skemmdir urðu á eldhúsinu.