Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Laugardagur 7. apríl 2001 kl. 01:18

Eldamennskan fór úr böndunum

Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fékk tilkynningu um eld í íbúðarhúsi við Ásabraut í Keflavík á sjöunda tímanum í gærkvöldi, en nágrannar urður varir við hljóð frá reykkskynjara og töluverðan reyk leggja frá gluggum í íbúð á neðri hæð í fjölbýlishúsi.Að sögn Sigmundur Eyþórssonar slökkviliðsstjóra BS var töluverður reykur í íbúðinni og maður innandyra þegar slökkvilið og lögregla komu á staðinn. Greiðlega gekk að ná manninum út og reykræsta íbúðina, en minnstu mátti muna þar sem viðkomandi var sennilega sofandi. Maðurinn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til rannsóknar. Upptök eldsins voru frá eldamennsku og voru skemmdir minniháttar en reykur og lykt barst á milli íbúða um stigagang, enda aðskilnaður þ.e. hurð á milli hæða léleg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024