Él og kalt í dag
Klukkan 6 voru suðvestan 8-15 m/s um vestanvert landið, en hægari austantil. Él eða slydduél voru víða vestanlands en annars skýjað með köflum og þurrt. Kaldast var 3ja stiga frost á Brú á Jökuldal en hlýjast í Vattarnesi, 5 stiga hiti.
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-13 m/s og él um sunnan og vestanvert landið, en hægari og skýjað með köflum austantil. Vestlægari og heldur hægari víðast hvar á morgun, en hvassast með suður og suðvesturströndinni. Él vestanlands og með norðurströndinni en bjartvirði á Austurlandi. Kólnandi og frost 0 til 8 stig síðdegis, mildast suðaustantil
Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun:
Suðvestan 8-13 m/s og él um sunnan og vestanvert landið, en hægari og skýjað með köflum austantil. Vestlægari og heldur hægari víðast hvar á morgun, en hvassast með suður og suðvesturströndinni. Él vestanlands og með norðurströndinni en bjartvirði á Austurlandi. Kólnandi og frost 0 til 8 stig síðdegis, mildast suðaustantil