Él, snjór, slydda, rigning
– allir að passa sig á hálkunni!
	Suðlæg átt, 3-10 og stöku él við Faxaflóa í dag. Gengur í suðaustan 13-20 í kvöld með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu. Hiti um frostmark, en hlýnar um tíma í kvöld. Suðvestan og sunnan 5-10 og él í nótt og á morgun og hiti um frostmark.
	
	Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
	
	Suðlæg átt, 3-8 og stöku él. Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu í kvöld. Mun hægari sunnan g suðvestan átt og dálítil él eða skúrir í nótt og á morgun. Hiti um frostmark, en hiti 1 til 4 stig um tíma í kvöld og nótt.
	
	Veðurhorfur á landinu næstu daga
	
	Á föstudag:
	Suðvestan og vestan 8-15 og él, en hægari og þurrt og bjart norðan- og austanlands. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins.
	
	Á laugardag:
	Fremur hæg vestlæg eða breytileg átt og él á stöku stað og kalt í veðri, en gengur í suðaustan hvassviðri með snjókomu og síðar slyddu eða rigningu síðdegis, fyrst suðvestantil og hlýnar í bili.
	
	Á sunnudag:
	Sunnan og suðvestan hvassviðri, skúrir og síðar él. Heldur hægari og úrkomulítið norðaustantil. Snýst í norðaustan átt með snjókomu á Vestfjörðum um kvöldið. Kólnandi veður.
	
	Á mánudag:
	Vestlæg eða breytileg átt og víða dálítil él. Kalt í veðri, einkum inn til landsins. Vaxandi sunnan átt með slyddu suðvestantil um kvöldið og hlýnar heldur.
	
	Á þriðjudag:
	Útlit fyrir sunnan og suðvestan átt. Vætusamt og hiti kringum frostmark.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				