Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekkja fær bætur
Þriðjudagur 1. apríl 2008 kl. 21:28

Ekkja fær bætur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær Brunavarnir Suðurnesja til að greiða ekkju slökkviliðsmanns tæpar 5,8 milljónir króna í bætur vegna andláts mannsins árið 2005.
Slökkviliðsmaðurinn þjáðist af háum blóðþrýstingi en hann lést vegna rofs á ósæð sem leiddi til blæðinga inn í gollurshús.

Maðurinn var aðalvarðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja og segir dómurinn, að sannað sé að til þess að gegna starfi sínu áfram hafi hann orðið að halda þoli og þreki í horfi með líkamsrækt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Samkvæmt matsgerð valdi slík áreynsla hækkun á blóðþrýstingi sem var hættuleg heilsu mannsins eins og á stóð. Þá hafi forsvarsmenn Brunavarna Suðurnesja einnig látið óátalið, að maðurinni færi á erfitt reykköfunarnámskeið í Svíþjóð um þremur vikum fyrir andlát hans.

Sigmundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, sagði í samtali við Víkurfréttir að það væri ákvörðun tryggingafélags Brunavarna Suðurnesja hvort málinu yrði áfrýjað til hæstaréttar. Málsaðilar hafa þrjá mánuði til að áfrýja dómi héraðsdóms.