Ekki vitað hver á hassið
Á mánudag fundust 3,5 kíló af hassi á salerni Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og er ekki vitað hver er eigandi efnisins. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli rannsakar nú málið og beinist rannsóknin meðal annars að því hvort einhverjir starfsmenn flugstöðvarinnar séu hugsanlega tengdir málinu og hafi átt þátt í því að smygla efninu til landsins og jafnframt að koma því fram hjá tollvörðum. Engin hefur verið yfirheyrður vegna málsins og enginn er grunaður að því er Morgunblaðið hefur eftir Jóhanni R. Benediktssyni sýslumanni á Keflavíkurflugvelli.