Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki vinsælasti gesturinn
Föstudagur 13. ágúst 2004 kl. 15:24

Ekki vinsælasti gesturinn

Þessi risastóra könguló er ekki beint frýnileg, en íbúar við Hafnargötu í Reykjanesbæ ráku augun í hana í garði sínum fyrir stuttu. Þar hékk hún makindalega í myndarlegum vef sem hún hafði spunnið á grinvderkið í kringum lóðina. Búkur hennar er um 1 sm langur.

Svona skepnur eru yfirleitt ekki auðfúsugestir en íbúarnir leyfa henni þó að eiga sig. Hún er víst ekki hættuleg fólki en eflaust væru fæstir til í að kynnast henni betur.
VF-mynd/Þorgils Jónsson
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024