Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki verið færri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum síðan í desember 2008
Þriðjudagur 12. júní 2012 kl. 16:01

Ekki verið færri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum síðan í desember 2008

Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í maí 2012 þá mældist atvinnuleysi á Suðurnesjunum 9.4% í maímánuði - 8,6% meðal karla og 10,5% meðal kvenna. Atvinnuleysi á landsvísu mælist 5.6%.

12.1% atvinnuleysi mældist á Suðurnesjum í maí 2011 en þá voru á Suðurnesjum 1410 á atvinnuleysisskrá í lok mánaðar en nú eru 1085 á atvinnulausir á Suðurnesjum í lokmánaðar og hafa ekki færri verið á atvinnuleysisskrá hér síðan í desember 2008.

Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar eftir sveitarfélögum

Suðurnes                         Maí 2012          Maí 2011
Grindavíkurbær              80                     100
Reykjanesbær                 744                   995
Sandgerðisbær               114                   150
Sveitarfélagið Garður    50                      93
Sveitarfélagið Vogar      64                      72
Suðurnes alls                 1052                  1410

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Sjá skýrsluna hér.