Ekki verið færri á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum síðan í desember 2008
Samkvæmt nýútkominni skýrslu Vinnumálastofnunar um stöðuna á vinnumarkaði í maí 2012 þá mældist atvinnuleysi á Suðurnesjunum 9.4% í maímánuði - 8,6% meðal karla og 10,5% meðal kvenna. Atvinnuleysi á landsvísu mælist 5.6%.
12.1% atvinnuleysi mældist á Suðurnesjum í maí 2011 en þá voru á Suðurnesjum 1410 á atvinnuleysisskrá í lok mánaðar en nú eru 1085 á atvinnulausir á Suðurnesjum í lokmánaðar og hafa ekki færri verið á atvinnuleysisskrá hér síðan í desember 2008.
Fjöldi atvinnulausra í lok mánaðar eftir sveitarfélögum
Suðurnes Maí 2012 Maí 2011
Grindavíkurbær 80 100
Reykjanesbær 744 995
Sandgerðisbær 114 150
Sveitarfélagið Garður 50 93
Sveitarfélagið Vogar 64 72
Suðurnes alls 1052 1410