Ekki verði lengur við unað
Friðjón Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingar í Reykjanesbæ, segir að rekstaruppgjör Reykjanesbæjar sé með þeim hætti ekki verði lengur við unað. Friðjón lagði fram bókun á bæjarráðsfundi í morgun þar sem þetta kemur fram. Í bókuninni lagði hann fram tillögu um að skipaður yrði starfshópur allra flokka í bæjarstjórn sem hefði það hlutverk að skoða fjármál sveitarfélagsins, bæði A og B hluta, og koma með heilstæðar úrlausnir til að koma í veg fyrir greiðslufall sveitarfélagsins. „Það er okkar ábyrgð að finna lausnir á þeim vandamálum sem við blasa,“ sagði Friðjón ennfremur.
„Unnið er að tillögu í þá veru sem Friðjón Einarsson leggur fram í bókun sinni þar sem fulltrúar allra flokka sem sitja í bæjarráði auk fulltrúa flokkanna í nefndum taka þátt í vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar,“ segir í bókun sem fulltrúar meirihluta Sjálfstæðismanna lögðu fram á fundinum.