Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 1. desember 2000 kl. 01:26

Ekki var um framúrakstur að ræða

Lögreglan í Keflavík rannsakar enn tildrög slyssins sem varð á Reykjanesbraut á Strandarheiði þar sem þrír létu lífið og fjögurra ára barn slasaðist illa. Að sögn lögreglu lentu bílarnir framan á hvor öðrum og virðist sem annar bílanna hafi farið yfir á öfugan vegarhelming. Vísir.is greinir frá.Ekki var um framúrakstur að ræða og engin hálka var á veginum, en slysið varð á beinum kafla á veginum. Lögregla kannar nú hvort vitni geti gefið nánari upplýsingar um slysið. Enn sem komið er hefur ekki verið greint frá nöfnum hinna látnu, en hjón um fimmtugt og þrítugur karlmaður, faðir barnsins sem slasaðist, fórust í slysinu.

Stúlkan er enn á gjörgæslu og er hún mikið slösuð en ekki talin í lífshættu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024