Ekki útlokað að fram komi breytingartillaga
Ekki er útilokað að lögð verði fram breytingartillaga á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi á komandi kjördæmisþingi, að því er fram kom í sjónvarpsfréttum RUV í gær. Talsverð ólga er innan flokksins vegna framboðs Árna Johnsen og ummæli hans um “tæknileg mistök” hafa vakið hörð viðbrögð. Samband ungra sjálfstæðismanna og Landssamband sjálfstæðiskvenna hafa sem kunnugt er sent frá sér ályktanir um málið. Þá er staðfest að borið hafi á úrsögnum úr flokknum af þessum sökum.
Í skoðanakönnun á vef Víkurfrétta er spurt hvort fólki finnst rétt að Árni Johnsen fari á þing. Alls höfðu 1109 manns svarað í morgun. 916 manns eða 82% svara því neitandi að rétt sé að Árni fari þing. 193 eða 17% svara spurningunni játandi.
Mynd: Frá prófkjöri Sjálfstæðisflokksins sem fram fór á dögunum.