Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki útilokað að skjálftar af svipaðri stærð og í morgun eigi sér stað aftur
Upptök skjálftana eru á þessu svæði við Svartsengi. VF-mynd: Hilmar Bragi
Miðvikudagur 25. október 2023 kl. 10:43

Ekki útilokað að skjálftar af svipaðri stærð og í morgun eigi sér stað aftur

Í nótt hófst jarðskjálftahrina norðan við Grindavík og hafa rúmlega 700 jarðskjálftar mælst það sem af er degi. Stærsti skjálftinn mældist kl. 8:18 og var 4,5 að stærð og sá næststærsti varð kl. 5:35 og mældist 3,9 að stærð. Veðurstofa Íslands greinir frá þessu.

Veðurstofunni hafa borist tilkynningar um að þessir skjálftar hafa fundist víða á Reykjanesskaga og Höfuðborgarsvæðinu.

Áfram er talsverð smáskjálftavirkni á svæðinu og ekki er útilokað að skjálftar af svipaðri stærð og í morgun eigi sér stað aftur. Síðast mældust skjálftar af svipaðri stærðargráðu á Reykjanesskaga í júlí á þessu ári.

Nánar má skoða yfirfarna jarðskjálfta íSkjálfta-Lísu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024