Ekki útilokað að NATO taki við vörnum
Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap De Hoop Scheffer, útilokar ekki að bandalagið taki þátt í vörnum Íslands í framtíðinni, þegar herþotur flughers Bandaríkjanna hafa yfirgefið Keflavíkurflugvöll. Hann lét þessi orð falla á blaðamannafundi í Washington í gær, að loknum fundi í Hvíta húsinu með George Bush, forseta Bandaríkjanna. Fyrr um daginn ræddi Scheffer við Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um niðurstöðu fundarins.
Scheffer segist koma til Íslands á næstunni til viðræðna um þessi mál að beiðni íslenskra yfirvalda, en benti einnig á að viðræður eigi að hefjast innan skamms milli fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda. Hann segist fullviss um að viðunandi niðurstaða fáist úr þeim viðræðum. Hann færðist hins vegar undan því að lýsa skoðun sinni á aðdraganda ákvörðunar Bandaríkjamanna að draga herlið sitt frá Keflavíkurflugvelli. Sú ákvörðun væri endanleg en hann gæti ekki tjáð sig um hana þar sem hann hefði ekki tekið þátt í viðræðunum þjóðanna í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ríkisútvarpið greinir frá.
Scheffer segist koma til Íslands á næstunni til viðræðna um þessi mál að beiðni íslenskra yfirvalda, en benti einnig á að viðræður eigi að hefjast innan skamms milli fulltrúa bandarískra og íslenskra stjórnvalda. Hann segist fullviss um að viðunandi niðurstaða fáist úr þeim viðræðum. Hann færðist hins vegar undan því að lýsa skoðun sinni á aðdraganda ákvörðunar Bandaríkjamanna að draga herlið sitt frá Keflavíkurflugvelli. Sú ákvörðun væri endanleg en hann gæti ekki tjáð sig um hana þar sem hann hefði ekki tekið þátt í viðræðunum þjóðanna í aðdraganda ákvörðunarinnar. Ríkisútvarpið greinir frá.