Ekki undir áhrifum
Karlmaður sem ók mótorhjóli aftan á bifreið í Keflavík síðastliðið föstudagskvöld reyndist vera lærbrotinn, auk fleiri meiðsla. Hann gekkst undir aðgerð á Landspítala og er nú á batavegi. Rétt þykir að taka það fram, að niðurstöður sýnataka á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leiddu í ljós að maðurinn hafði hvorki neytt áfengis eða fíkniefna.