Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki tímabært að sækja um unglingalandsmót, segir H-listinn
Þriðjudagur 2. mars 2010 kl. 12:57

Ekki tímabært að sækja um unglingalandsmót, segir H-listinn


Minnihlutinn í bæjarstjórn Voga telur ekki tímabært að sækja um Unglingalandsmót UMFÍ 2012. Hann telur það fé, sem ætlað er til íþróttamannvirkja á 3ja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins, ekki nægja til uppbyggingar á þeim frjálsíþróttavelli sem UMFÍ telur nauðsynlegt að byggja.

Þetta kemur fram í bókun H-lista frá bæjarstjórnarfundi á fimmtudaginn. Fulltrúar hans vilja að þau framlög sem nú þegar hafi verið ákveðin í uppbyggingu íþróttamannvirkja verði fremur varið til að byggja betri aðstöðu fyrir þeir íþróttagreinar sem nú þegar séu stundaðar í sveitarfélaginu. „Þannig mætti efla það starf sem unnið er nú þegar auk þess sem hægt yrði að styðja betur við unglingastarf innan UMFÞ,“ segir ennfremur í bókun H-listans.

Bergur Álfþórsson, bæjarfulltrúi E-lista, segist undrast það mjög að „bæjarstjóraefni H- listans skuli nú koma fram með tillögur um breytingar á þeirri tillögu sem hún sjálf stóð að í vinnu undirbúningshóps um Unglingalandsmót, en lét það algerlega ógert á meðan vinnu hópsins stóð. Lýsi ég vanþóknun minni á þessum vinnubrögðum H-lista manna,“ segir í bókun hans frá fundinum. Inga Sigrún svaraði á móti að hún skildi ekki hvernig Bergur gæti fundið það út að hún hafi verið að skammast út í vinnu nefndarinnar. Hún hafi eingöngu verið að tala um afstöðu bæjarfulltrúa H-listans.

Forseti bæjarstjórnar bar upp tillögu um að bæjarstjóra yrði falið að undirrita viljayfirlýsingu um að Sveitarfélagið Vogar myndi leggja sitt af mörkum til þess að UMFÞ geti haldið Unglingalandsmót í Vogum 2012 í samræmi við tillögu nefndarinnar, drög að hönnun og fjárheimildir til uppbyggingar íþróttasvæðisins á þriggja ára áætlun sveitarfélagsins.

Tillagan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn þremur.
---

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Horft fyrir íþróttasvæðið í Vogum.