Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ekki þörf fyrir þriðju félagsmiðstöð aldraðra í Suðurnesjabæ
Föstudagur 22. október 2021 kl. 07:33

Ekki þörf fyrir þriðju félagsmiðstöð aldraðra í Suðurnesjabæ

Bæjarráð Suðurnesjabæjar tekur undir með öldrunarráði að mikilvægt er að í sveitarfélaginu sé fjölbreytt og gott framboð af íbúðarhúsnæði. „Bæjarráð telur að eins og staðan er nú í sveitarfélaginu sé ekki þörf fyrir að bæta félagsmiðstöð fyrir aldraða við þær tvær sem nú þegar eru í starfsemi en mikilvægt er að halda áfram uppbyggingu göngustíga og gróðursetningu trjágróðurs. Öðrum ábendingum í bókuninni, svo sem varðandi búsetu eldri borgara, vísar bæjarráð til áframhaldandi umfjöllunar hjá fjölskyldusviði með hliðsjón af húsnæðisáætlun sveitarfélagsins,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Suðurnesjabæjar á fundargerð Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024