Ekki þörf á að skipa starfshóp
Starfsumhverfi leikskóla og menntun kennara var til umræðu á síðasta fundi bæjarráðs Grindavíkur og sat sviðsstjóri félagþjónustu- og fræðslusviðs fundinn undir þessum dagskrárlið.
Fræðslunefnd Grindavíkur hefur lagt til að skipaður verði starfshópur til að leggja fram tillögu að bættu starfsumhverfi leikskóla. Bæjarráð telur hins vegar að ekki sé þörf á því að skipa starfshóp þar sem fyrirliggjandi gögn gefi góða mynd af því hvað gera þurfi til að bæta starfsumhverfi í leikskólum.
Bæjarráð Grindavíkur óskaði á síðasta fundi sínum eftir að leikskólastjórar leggi mat á það hvaða þættir þurfi að vera í forgangi.